Entries by Helga

Vegna samkomubanns

Kæru skjólstæðingar! Nú er ljóst að samkomubannið mun standa í það minnsta til 4.maí næstkomandi.  Við minnum á fjarmeðferðarúrræðin sem við erum með í boði.  Sjúkraþjálfarar ykkar geta komið ykkur af stað í það úrræði eða Arnþór Ari verkefnastjóri.  Hafið endilega samband ef þið hafið áhuga með því að senda póst á arnthorari@sporthusid.is eða á […]

Í ljósi aðstæðna hefur verið tekið upp nýtt verklag á stofunni.

Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu hefur öryggi, heilsu og hagsmuni viðskiptavina í forgangi. Í ljósi aðstæðna hefur verið tekið upp nýtt verklag í samræmi við leiðbeinandi tilmæli heilbrigðisyfirvalda. Við tryggjum þannig áframhaldandi þjónustu við bestu mögulegu aðstæður. Eftirfarandi atriði hér að neðan eiga við um hverja meðferð til að tryggja hreinlæti og koma í veg fyrir smit. Athygli […]

Fyrirhuguðum fyrirlestri frestað.

Betri svefn – grunnstoð heilsu. Fyrirhuguðum fyrirlestri með Dr. Erlu Björnsdóttur sem átti að vera annað kvöld 10. mars hefur verið frestað um óákveðin tíma.

Vegna Kórónaveirunnar

Í ljósi aðstæðna sem komnar eru upp vegna Kórónaveirunnar þá viljum við biðla til allra skjólstæðinga okkar að vera heiðarlegir með sitt heilsufar.   Ef skjólstæðingar hafa umgengist smitaða einstaklinga,  eru með einkenni smits eða hafa grun um að vera jafnvel orðinir smitaðir þá óskum við eftir því að skjólstæðingar afboði tímana sína hjá okkur. […]

Tilkynning vegna óveðurs 14. feb

Kæru viðskiptavinir Þar sem spáð er aftakaveðri í nótt og fyrramálið höfum við í Sporthúsinu tekið þá ákvörðun að opna ekki fyrr en kl 10:00 í fyrramálið. Gangi veðurspár eftir finnst okkur ekki forsvaranlegt að stofna starfsfólki okkar og viðskiptavinum í hættu með því að halda stöðvunum opnum. Kveðja, Starfsfólk Sporthússins, Sjúkraþjáflunin Sporthúsinu og Kírópraktorstofa […]

Fyrirlestri kvöldsins frestað

Freydís næringarfræðingur sem átti að vera fyrirlesari kvöldsins er lögst í flensu. Fyrirlestrinum er því frestað um óákveðin tíma, en verður á dagskrá þegar hún hefur náð heilsu. Við komum til með að auglýsa nýja dagsetningu.