Vegna hertrar sóttvarnaraðgerða

Vegna hertrar sóttvarnaraðgerða er Sporthúsinu gert að skerða verulega starfsemi næstu vikur.
Það ber að taka það fram að það hefur ekki áhrif á starfsemi stofunnar.
Munum við starfa áfram eins og áður en við munum hins vegar skipta stofunni upp í tvær
starfsstöðvar til að mæta tilmælum sóttvarnarlæknis. Þeir skjólstæðingar sem eru í sjúkraþjálfun
vinstra megin við stofuinngang (Jófríður, Tinna, Atli, Ágústa, Olga, Þorsteinn, Erla Gerður)
gefa sig fram í móttöku Sporthússins og nota anddyrið sem biðstofu. Þeir
sem sækja þjónustu sína hægra megin við stofuinngang (Særún, Hannes, Jóhanna, Ásdís, María, Hildur og Elvar)
gefa sig fram, eins og áður, í móttöku stofunnar og nota biðstofuna þar. Öll önnur
þjónusta verður eins, hópar eru starfrækir og æfingaaðstaðan til staðar. Við biðlum
svo til ykkar góðu samstarfi við að gera samstarf okkar sem öruggast miðað við aðstæður og
fara eftir sóttvarnarreglum í hvívetna:

  • Bæði sjúkraþjálfarar og skjólstæðingar eru með grímur.
  • Spritta hendur fyrir innskráningu og eftir þjónustu.
  • Halda hæfilegri fjarlægð eins og hægt er .
  • Forðist óþarfa snertingu.
  • Ef þú ert með flensulík einkenni svo sem hita, hósta, beinverki eða hálsbólgu ertu vinsamlegast beðin um að afboða tímann og fylgja ráðum landlæknis.
  • Starfsfólk stofunnar munu leggja sig alla fram við áframhaldandi
    hreinlæti til að tryggja sem besta öryggi okkar allra sem þangað koma.