Í ljósi aðstæðna hefur verið tekið upp nýtt verklag á stofunni.

Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu hefur öryggi, heilsu og hagsmuni viðskiptavina í forgangi. Í ljósi aðstæðna hefur verið tekið upp nýtt verklag í samræmi við leiðbeinandi tilmæli heilbrigðisyfirvalda. Við tryggjum þannig áframhaldandi þjónustu við bestu mögulegu aðstæður. Eftirfarandi atriði hér að neðan eiga við um hverja meðferð til að tryggja hreinlæti og koma í veg fyrir smit. Athygli er vakin á því að Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu mun aðlaga aðgerðir sínar eftir því sem aðstæður breytast og þörf krefur.

  • Farið er fram á að viðskiptavinir noti handspritt áður en innritun fer fram í gegnum snertiskjá.
  • Skartgripir í meðhöndlun eru óheimilir.
  • Sjúkraþjálfarar nota hlífðargrímu og einnota hanska.
  • Allur búnaður sótthreinsaður og varinn fyrir smiti fyrir og eftir meðferð.
    • Sjúkrabekkir eru varðir með einnota pappírsörk.
    • Koddar varðir sérstaklega.
    • Lök reglulegra viðskiptavina eru sérstaklega varin.
    • Normatec tæki og togbekkur falla hér einnig undir.
  • Sjúkraþjálfarar þvo hendur með viðeigandi hætti fyrir og eftir meðferð.
  • Sjúkraþjálfarar takmarka ferðalög erlendis á meðan óvissuástand ríkir.
  • Sjúkraþjálfarar takmarka samgang sín á milli.

Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu ítrekar nauðsyn þess að viðskiptvinir séu heiðarlegir um eigið heilsufar. Í því felst að viðskiptavinir nýti ekki þjónustu stofunnar leiki grunur á einkennalausu smiti, viðkomandi finni fyrir flensulíkum einkennum og/eða viðkomandi sætir sóttkví.

Hugum að eigin heilbrigði.