Vegna útbreiðslu Covid-19.

Jófríður sjúkraþjálfari snýr til baka eftir fæðingarorlof.

Jófríður sjúkraþjálfari kemur til vinnu 1. apríl eftir fæðingarorlof.

Hægt er að panta tíma í síma 564 4067

Við bjóðum Jófríði velkomna aftur til starfa.

Í ljósi aðstæðna hefur verið tekið upp nýtt verklag á stofunni.

Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu hefur öryggi, heilsu og hagsmuni viðskiptavina í forgangi. Í ljósi aðstæðna hefur verið tekið upp nýtt verklag í samræmi við leiðbeinandi tilmæli heilbrigðisyfirvalda. Við tryggjum þannig áframhaldandi þjónustu við bestu mögulegu aðstæður. Eftirfarandi atriði hér að neðan eiga við um hverja meðferð til að tryggja hreinlæti og koma í veg fyrir smit. Athygli er vakin á því að Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu mun aðlaga aðgerðir sínar eftir því sem aðstæður breytast og þörf krefur.

  • Farið er fram á að viðskiptavinir noti handspritt áður en innritun fer fram í gegnum snertiskjá.
  • Skartgripir í meðhöndlun eru óheimilir.
  • Sjúkraþjálfarar nota hlífðargrímu og einnota hanska.
  • Allur búnaður sótthreinsaður og varinn fyrir smiti fyrir og eftir meðferð.
    • Sjúkrabekkir eru varðir með einnota pappírsörk.
    • Koddar varðir sérstaklega.
    • Lök reglulegra viðskiptavina eru sérstaklega varin.
    • Normatec tæki og togbekkur falla hér einnig undir.
  • Sjúkraþjálfarar þvo hendur með viðeigandi hætti fyrir og eftir meðferð.
  • Sjúkraþjálfarar takmarka ferðalög erlendis á meðan óvissuástand ríkir.
  • Sjúkraþjálfarar takmarka samgang sín á milli.

Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu ítrekar nauðsyn þess að viðskiptvinir séu heiðarlegir um eigið heilsufar. Í því felst að viðskiptavinir nýti ekki þjónustu stofunnar leiki grunur á einkennalausu smiti, viðkomandi finni fyrir flensulíkum einkennum og/eða viðkomandi sætir sóttkví.

Hugum að eigin heilbrigði.

Fyrirhuguðum fyrirlestri frestað.

Betri svefn – grunnstoð heilsu.

Fyrirhuguðum fyrirlestri með Dr. Erlu Björnsdóttur sem átti að vera annað kvöld 10. mars hefur verið frestað um óákveðin tíma.

Vegna Kórónaveirunnar

Í ljósi aðstæðna sem komnar eru upp vegna Kórónaveirunnar þá viljum við biðla til allra skjólstæðinga okkar að vera heiðarlegir með sitt heilsufar.  

Ef skjólstæðingar hafa umgengist smitaða einstaklinga,  eru með einkenni smits eða hafa grun um að vera jafnvel orðinir smitaðir þá óskum við eftir því að skjólstæðingar afboði tímana sína hjá okkur.

Við vonum að þið sýnið þessari beiðni skilning. Við erum heilbrigðistofnun sem hefur heilsu skjólstæðinga okkar í fyrirrúmi og viljum fyrirbyggja á allan hátt að veiran komi upp á okkar stofu.

Stofan hefur einnig sett upp nýja verkferla sem miðast við að fyrirbyggja smit og smitleiðir.