Hertar sóttvarnaraðgerðir.

Við eins og aðrir vorum aðeins farin að slaka á sóttvarnaraðgerðum en í ljósi aðstæðna höfum við hert á þeim.

Sóttvarnaraðgerðir:

  • Vegna hertra aðgerða og tilmæla landlæknis viljum við benda skjólstæðingum okkar
    á að mæta með sína eigin hlífðargrímu og nota hana þegar ekki er hægt að halda fjarlægðarmörk.
  • Farið er fram á að viðskiptavinir noti handspritt áður en innritun fer fram í gegnum snertiskjá.
  • Ef þétt er orðið á biðstofunni endilega nýta sér aðstöðuna fyrir framan stofuna.
  • Skartgripir í meðhöndlun eru óheimilir.
  • Sjúkraþjálfarar nota hlífðargrímu og einnota hanska.
  • Allur búnaður sótthreinsaður og varinn fyrir og eftir meðferð.
    • Sjúkrabekkir eru varðir með laki eða einnota pappírsörk.
    • Koddar varðir sérstaklega.
    • Lök reglulegra viðskiptavina eru sérstaklega varin.
    • Normatec tæki og togbekkur falla hér einnig undir.
  • Sjúkraþjálfarar þvo hendur með viðeigandi hætti fyrir og eftir meðferð.
  • Sjúkraþjálfarar takmarka ferðalög erlendis á meðan óvissuástand ríkir.
  • Sjúkraþjálfarar takmarka samgang sín á milli.