Nýr vefur í loftið 2015
Við heilsum árinum með nýjum vef árið 2015 sem mun henta fyrir öll snjalltæki og tölvur. Fylgist með á sjukrasport.is í janúar 🙂
Við heilsum árinum með nýjum vef árið 2015 sem mun henta fyrir öll snjalltæki og tölvur. Fylgist með á sjukrasport.is í janúar 🙂
Næsti Stoðkerfisskóli hefst 23 janúar næstkomandi!
Stoðkerfisskólinn er ætlaður fólki sem á í erfiðleikum með ýmis störf og líkamsþjálfun vegna stoðkerfisvandamála. Í Stoðkerfisskólanum er lögð áhersla á að fræða fólk um stoðkerfið, kenna leiðir til uppbyggingar, bæta líkamsvitund, líkamsbeitingu og hreyfifærni. Fólki er kennt að létta á einkennum, þekkja þolmörk sín og auka álagsþol sem stuðlar að auknu þreki, bæði í leik og starfi. Markmið Stoðkerfisskólans er að efla hreyfigetu og auka sjálfstæði í þjálfun.
Námskeið: átta vikna námskeið, kennt þrisvar í viku
Staðsetning: Salur 9 Sporthúsinu Kópavogi, Dalsmára 9-11
Tímar: Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar kl 12.00-12.50
Kennarar: Hólmfríður B. Þorsteinsdóttir og Sigrún Konráðsdóttir sjúkraþjálfarar Stoðkerfisskólans.
Skila þarf æfingadagbók eftir hverja viku sem sjúkraþjálfarar Stoðkerfisskólans fara yfir. Aðgangur fylgir að báðum tækjasölum Sporthússins og öllum opnum tímum í Sporthúsinu meðan á skólanum stendur. Í Sporthúsinu Gull (tækjasal á efri hæð) er íþróttafræðingur ávallt til staðar sem getur aðstoðað þátttakendur Stoðkerfisskólans við æfingar.
Nánari upplýsingar í síma 564 4067 eða með tölvupósti: heilsustod@heilsustod.is
Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu ehf
Dalsmára 9-11
Sími 564-4067
Tölvupóstur sjukrathjalfunin (hjá) sporthusid.is