Kæru skjólstæðingar.

Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu hefur tekið þá ákvörðun út frá tilmælum Almannavarna ríkisins að loka stofunni tímabundið vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Frá og með þriðjudeginum 24.mars verður stofunni lokað og því munu allar tímabókanir falla niður þangað til að stofan opnar aftur, að öllu óbreyttu, þann 14.apríl.

Á meðan þetta tímabundna ástand gengur yfir þá munum við bjóða upp á fjarmeðferð gegnum kerfi sem kallast Healo. Með því geta skjólstæðingar komist í samband við sjúkraþjálfara okkar og viðhaldið þannig  meðferðarplani sínu í þessum aðstæðum. Þeir skjólstæðingar sem hafa áhuga á notkun þessa  fjarmeðferðarkerfis skulu senda fyrirspurn á arnthorari@spothusid.is þar sem frekari spurningum um kerfið verður svarað.

Við vonum að þið sýnið þessum aðgerðum skilning og hvetjum ykkur að halda áfram að rækta líkama og sál. Hlökkum til að taka aftur á móti ykkur þegar aðstæður leyfa.

Hugum að heilsunni!

Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu