Við bjóðum Andra Pál Ásgeirsson velkominn til starfa en Andri útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands vorið 2023.

Helstu áhugamál Andra eru íþróttir og þá sér í lagi handbolti, golf og Crossfit en einnig hefur hann stundað kraftlyftingar og ólympískar lyftingar.

Andri hefur nýtt þekkingu sína á íþróttum meðal annars í störfum sínum sem styrktar- og sjúkraþjálfari hjá meistaraflokki karla í Haukum í knattspyrnu.

Hægt er að panta tíma hjá Andra í síma 5644067, í gegnum heimasíðuna okkar sjukrasport.is eða með tölvupósti á netfangið okkar sjukrathjalfunin@sporthusid.is