Mánudaginn 18 Febrúar

Verða sjúkraþjálfarar sofunnar á námskeiði og stofan verður því lokuð.

Hannes Axelsson heilsunuddari.

Hannes Axelsson heilsunuddari hóf störf hjá okkur á stofunni í febrúar. Bjóðum hann velkominn.

Hægt er að kynnast Hannesi betur, sögu hans og ástæðu þess að hann gerist heilsunuddari í 4.tbl Vikunar. Frábær fagmaður og drengur í alla staði. Viðtalið við Hannes er einnig hægt að finna í heild sinni á heimasíðu Mannlífs.

Fljúgandi hálka á bílaplaninu.

Viljum benda skjólstæðingum okkar á að mjög hált er á bílaplaninu.

Kinstretch byrjar 7. febrúar.

Viltu ná hámarks árangri?

Við kynnum til leiks nýjan starfsmann.

Arnþór Ari Atlason er nýráðinn verkefnastjóri stofunnar. Bjóðum hann velkomin til starfa.

Bjóðum Olgu Unnarsdóttur velkomna til starfa.

Olga hefur störf 14. janúar.

LEIÐIN AÐ ÁRANGRI GERÐU 2019 AÐ ÞÍNU ÁRI.

Ný reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu.

Ný reglugerð nr. 1251/2018 um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu tók gildi þann 1. janúar sl. Helstu breytingar frá fyrri reglugerð eru að greiðslumark almennings fer úr 25.100 kr. í 26.100 kr.  og greiðslumark hjá öldruðum, öryrkjum og börnum fer úr 16.700 í 17.400 kr. Lágmarksgreiðsla á mánuði er 4.340 kr. á mánuði hjá almenningi og 2.900 kr. hjá öldruðum, öryrkjum og börnum. 

Komugjöld á heilsugæslu og læknavakt eru gjaldfrjáls fyrir aldraða og öryrkja frá og með 1. janúar sl. Komugjöld vegna komu, endurkomu og á bráðamóttöku sjúkrahúsa hækka í 6.700 kr. hjá almenningi en eru 4.400 kr. hjá öldruðum og öryrkjum. Komugjöld á göngudeildir sjúkrahúsa hækka í 3.700 kr. fyrir almenning en eru 2.400 kr. hjá öldruðum og öryrkjum.

Einnig hefur verið gerð breyting frá fyrri reglugerð á fjölda skipta í þjálfun á ári. Í stað þess að heimild sé fyrir 20 skiptum í sjúkra-, tal- og iðjuþjálfun verður heimild fyrir 15 skiptum á hverju 12 mánaða tímabili.  Eftir það þarf að sækja um framhald til Sjúkratrygginga Íslands og ákveðin skilyrði verða að vera uppfyllt.

Komin til vinnu eftir veikindaleyfi.

Þorsteinn okkar er komin til vinnu eftir mánaðar fjarveru, erum byrjuð að taka við bókunum.