Tilkynning

Kæru viðskiptavinir!

 

Þann 1.mars s.l. byrjaði Hildur Kristín Sveinsdóttir að starfa utan samninga við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ), kt.480408-0550.

Aðrir sjúkraþjálfarar Sjúkraþjálfunarinnar Sporthúsinu kt.660809-0150, munu starfa áfram samkvæmt samningi.

 

Rétt er að taka það fram að SÍ greiðir ekki niður meðferðir hjá sjúkraþjálfara sem er ekki á samning. 

Stéttafélög og tryggingafélög greiða hins vegar niður meðferðir eftir sem áður.

 

 

Hér að neðan má sjá bréf sem Hildur sendi á skjólstæðinga sína í kjölfar ákvörðunnar sinnar að hætta að starfa skv. samningi við Sjúkratryggingar Íslands.

 

Kæru viðskiptavinir!

Þann 1.mars mun ég starfa utan samninga við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ), kt.480408-0550. Í þessu bréfi útskýri ég þá ákvörðun.

Rétt er að taka það fram að SÍ gera samning við einstaklinga en ekki fyrirtæki og á þetta því einungis við um mig persónulega. Aðrir sjúkraþjálfarar Sjúkraþjálfunarinnar Sporthúsinu kt.660809-0150, munu starfa áfram samkvæmt samningi.

Markmiðið er að auka gæði þjónustu minnar við mína viðskiptavini. Því markmiði er náð á eftirfarandi hátt:

  1. Beint aðgengi að þjónustu:
    • Búa til tækifæri fyrir þá viðskiptavini sem vilja, að fá skoðun og greiningu hjá sjúkraþjálfara án milligöngu læknis.
  2. Meðferð samkvæmt greiningu sjúkraþjálfara/stoðkerfisfræðings:
    1. Sjúkraþjálfara á samningi er ekki heimilt að meðhöndla annað en tekið er fram á beiðni frá lækni, þótt niðurstaða sjúkraþjálfara sé önnur.
  3. Vinna lausnamiðað og ná markmiðasettari meðferð eftir ítarlega skoðun
    1. Búa til svigrúm til að greina og meðhöndla eins og þarf hverju sinni. Sjúkraþjálfari á samningi er ekki heimilt (fær ekki greiddan) að veita tvöfaldan tíma þótt brýn þörf sé fyrir slíkan tíma í sumum tilfellum. Ef samningsbundinn sjúkraþjálfari tekur engu að síður þá ákvörðun þá tekur viðkomandi á sig tekjuskerðingu.
  4. Aukin þjónusta vegna rýmri tíma
    1. Samskiptavefur SÍ varðandi skjólstæðinga er gamall vefur og flókinn í notkun. Mikill tími samningsbundinna sjúkraþjálfara hefur farið í handavinnu við kerfið sem skilar sér engan veginn til skjólstæðinga. Með breytingunni mun skapast meiri tími til að halda betur utan um meðferð og velferð skjólstæðinga. Þannig verður meðferð markvissari sem eykur líkur á skjótari bata.
    2. Búa til meira af lausnamiðuðum verkefnum fyrir viðskiptavininn, kennslu í sjálfshjálp og betra utanumhald þar. Þannig er hægt að fækka skiptum hjá sjúkraþjálfara en fá meiri og betri þjónustu í hvert sinn sem komið er.
  5. Ný verðskrá
    1. Þegar starfað er utan samninga þarf viðkomandi að setja upp nýja verðskrá
    2. Verð á 30 mínútna tíma verður 6000 kr
    3. Verð á skoðun 12 000 kr
    4. Settur er ákveðinn tímarammi með meðferðina. Ástand skjólstæðings og niðurstaða skoðunar er endurmetin um mitt tímabilið.
    5. Ef settum markmiðum í meðferð innan ákveðins tímaramma stenst ekki væntingar er veittur afsláttur af meðferð.

Rétt er að taka það fram að SÍ greiðir ekki niður meðferðir hjá sjúkraþjálfara sem er ekki á samning. Ég er hins vegar að skoða hvort það standist lög. Stéttafélög og tryggingafélög greiða hins vegar niður meðferðir eftir sem áður.

Með von um opinn huga

Virðingarfyllst

Hildur Kristín Sveinsdóttir

Löggiltur sjúkraþjálfari