Stoðkerfisskólinn

Untitled

 

Stoðkerfisskólinn

Fræðsla, líkamsbeiting, vinnuvernd, æfingar, slökun og sjálfshjálp

 

Næsta námskeið er 13.apríl 2015

 

Stoðkerfisskólinn er ætlaður fólki sem á í erfiðleikum með ýmis störf og líkamsþjálfun vegna stoðkerfisvandamála. Í Stoðkerfisskólanum er lögð áhersla á að fræða fólk um stoðkerfið, kenna leiðir til uppbyggingar, bæta líkamsvitund, líkamsbeitingu og hreyfifærni. Fólki er kennt að létta á einkennum, þekkja þolmörk sín og auka álagsþol sem stuðlar að auknu þreki, bæði í leik og starfi.Markmið Stoðkerfisskólans er að efla hreyfigetu og auka sjálfstæði í þjálfun.

 

Skila þarf æfingadagbók eftir hverja viku sem sjúkraþjálfarar Stoðkerfisskólans fara yfir.

 

Stoðkerfisskólinn er átta vikna námskeið, kennt þrisvar í viku

Tímar: mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl 12.00-12.50

 

Hámarksfjöldi er 16 þátttakendur.

 

Verð: 60 000 án skoðunar í upphafi en 72000 kr með skoðun.

 

Aðgangur fylgir að báðum tækjasölum Sporthússins og öllum opnum tímum í Sporthúsinu meðan á skólanum stendur. Í Sporthúsinu Gull (tækjasal á efri hæð) er íþróttafræðingur ávallt til staðar sem getur aðstoðað þátttakendur Stoðkerfisskólans við æfingar. Að auki er frítt á fræðslufyrirlestra sem verða þriðju hverja viku í vetur.

 

Einnig er hægt að koma á hóptaxta SÍ en þá þarf beiðni um sjúkraþjálfun frá lækni


Kennarar:

Hólmfríður B. Þorsteinsdóttir                 Sigrún Konráðsdóttir.

 

 

Nánari upplýsingar í síma 564 4067 eða með tölvupósti: heilsustod@heilsustod.is

 

Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu

Dalsmára 9-11

201 Kópavogur

 

Heilsustoð-stoðkerfisskóli- april 2015