Vegna útbreiðslu Covid-19.

Jófríður sjúkraþjálfari snýr til baka eftir fæðingarorlof.

Jófríður sjúkraþjálfari kemur til vinnu 1. apríl eftir fæðingarorlof.

Hægt er að panta tíma í síma 564 4067

Við bjóðum Jófríði velkomna aftur til starfa.

Í ljósi aðstæðna hefur verið tekið upp nýtt verklag á stofunni.

Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu hefur öryggi, heilsu og hagsmuni viðskiptavina í forgangi. Í ljósi aðstæðna hefur verið tekið upp nýtt verklag í samræmi við leiðbeinandi tilmæli heilbrigðisyfirvalda. Við tryggjum þannig áframhaldandi þjónustu við bestu mögulegu aðstæður. Eftirfarandi atriði hér að neðan eiga við um hverja meðferð til að tryggja hreinlæti og koma í veg fyrir smit. Athygli er vakin á því að Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu mun aðlaga aðgerðir sínar eftir því sem aðstæður breytast og þörf krefur.

  • Farið er fram á að viðskiptavinir noti handspritt áður en innritun fer fram í gegnum snertiskjá.
  • Skartgripir í meðhöndlun eru óheimilir.
  • Sjúkraþjálfarar nota hlífðargrímu og einnota hanska.
  • Allur búnaður sótthreinsaður og varinn fyrir smiti fyrir og eftir meðferð.
    • Sjúkrabekkir eru varðir með einnota pappírsörk.
    • Koddar varðir sérstaklega.
    • Lök reglulegra viðskiptavina eru sérstaklega varin.
    • Normatec tæki og togbekkur falla hér einnig undir.
  • Sjúkraþjálfarar þvo hendur með viðeigandi hætti fyrir og eftir meðferð.
  • Sjúkraþjálfarar takmarka ferðalög erlendis á meðan óvissuástand ríkir.
  • Sjúkraþjálfarar takmarka samgang sín á milli.

Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu ítrekar nauðsyn þess að viðskiptvinir séu heiðarlegir um eigið heilsufar. Í því felst að viðskiptavinir nýti ekki þjónustu stofunnar leiki grunur á einkennalausu smiti, viðkomandi finni fyrir flensulíkum einkennum og/eða viðkomandi sætir sóttkví.

Hugum að eigin heilbrigði.

Fyrirhuguðum fyrirlestri frestað.

Betri svefn – grunnstoð heilsu.

Fyrirhuguðum fyrirlestri með Dr. Erlu Björnsdóttur sem átti að vera annað kvöld 10. mars hefur verið frestað um óákveðin tíma.

Vegna Kórónaveirunnar

Í ljósi aðstæðna sem komnar eru upp vegna Kórónaveirunnar þá viljum við biðla til allra skjólstæðinga okkar að vera heiðarlegir með sitt heilsufar.  

Ef skjólstæðingar hafa umgengist smitaða einstaklinga,  eru með einkenni smits eða hafa grun um að vera jafnvel orðinir smitaðir þá óskum við eftir því að skjólstæðingar afboði tímana sína hjá okkur.

Við vonum að þið sýnið þessari beiðni skilning. Við erum heilbrigðistofnun sem hefur heilsu skjólstæðinga okkar í fyrirrúmi og viljum fyrirbyggja á allan hátt að veiran komi upp á okkar stofu.

Stofan hefur einnig sett upp nýja verkferla sem miðast við að fyrirbyggja smit og smitleiðir.

Tilkynning vegna óveðurs 14. feb

Kæru viðskiptavinir

Þar sem spáð er aftakaveðri í nótt og fyrramálið höfum við í Sporthúsinu tekið þá ákvörðun að opna ekki fyrr en kl 10:00 í fyrramálið.
Gangi veðurspár eftir finnst okkur ekki forsvaranlegt að stofna starfsfólki okkar og viðskiptavinum í hættu með því að halda stöðvunum opnum.

Kveðja,

Starfsfólk Sporthússins, Sjúkraþjáflunin Sporthúsinu og Kírópraktorstofa Íslands

Dear customers

Due to the weather forecast Sporthúsið will not open until 10:00 tomorrow. (10 am)

Stofan fagnar 10. ára afmæli.

Fyrirlestri kvöldsins frestað

Freydís næringarfræðingur sem átti að vera fyrirlesari kvöldsins er lögst í flensu. Fyrirlestrinum er því frestað um óákveðin tíma, en verður á dagskrá þegar hún hefur náð heilsu.
Við komum til með að auglýsa nýja dagsetningu.

Frestað ! Hvert er besta mataræðið fyrir manninn?

Freydís fyrirlesari kvöldsins er lögst í flensu og fellur fyrirlesturinn því niður. Við komum til með að auglýsa dagsetningu síðar.

Á fyrirlestrinum er fjallað um grænmetisfæði og „vegan“ fæði annars vegar svo mataræði sem inniheldur dýraafurðir hins vegar. Mismunandi mataræði verður
kannað með heilsu mannsins að leiðarljósi, bæði út frá lýðheilsu- og klínískum sjónarmiðum. Markmið fyrirlestrarins er að áheyrendur öðlist innsýn inn í hver rótin sé í hverri tegund mataræðis og hvaða áhrif það getur haft á lýðheilsu ráðleggingar um mataræði og næringu. Eftirfarandi spurningum verður varpað fram: Hvert er besta mataræðið fyrir
manninn? Hvert er besta mataræðið fyrir einstaklinginn?

Fyrirlesarinn er næringarfræðingurinn Freydís Guðný Hjálmarsdóttir. Freydís er með meistaragráðu í næringarfræði frá Háskóla Íslands og þar á undan
útskrifaðist hún með bachelor-gráðu í greininni frá London Metropolitan University. Freydís hefur mikla reynslu á að starfa sem ráðgjafi á þessu sviði.
Staðsetning: Salur 9 í Sporthúsinu, Dalsmára 9–11, 201 Kópavogi
Hvenær: Þriðjudagskvöldið 4. febrúar kl. 19:45
Verð: Frítt

Sjúkraþjálfarar hætta að vinna samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands

Orðsending til skjólstæðinga sjúkraþjálfara

Sjúkraþjálfarar hafa unnið eftir rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) sem sem rann út þann 31. janúar 2019 en framlengdur hefur verið einhliða af hálfu SÍ.

SÍ hafa auglýst útboð á sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu án nokkurs samráðs við sjúkraþjálfara sem veitendur þjónustunnar.  Útboðið sem SÍ hefur boðað og skilmálar þess telja sjúkraþjálfarar skaðlegt fyrir sjúkraþjálfun í landinu og ógna fagþróun sjúkraþjálfunar í landinu til lengri tíma litið.  Einnig telja þeir það vinna gegn hagsmunum notenda sjúkraþjálfunar.

Við þessar aðstæður sjá sjúkraþjálfarar sér ekki annað fært en að stíga til hliðar og hætta að starfa eftir útrunnum rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands um óákveðinn tíma frá og með 13. janúar næstkomandi.

Heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð er varðar lögbundnar endurgreiðslur til sjúkratryggðra skv. gjaldskrá SÍ.  Sjúkraþjálfarar munu hafa milligöngu og innheimta greiðsluhluta SÍ beint skjólstæðingum til hagræðis.

Þjónustan gagnvart skjólstæðingum mun ekkert breytast, þetta er ekki verkfall. Öll þjónusta sjúkraþjálfara verður á sínum stað, allir tímar munu standast og hópar munu halda áfram í óbreyttu formi.

Það eina sem breytist gagnvart skjólstæðingum sjúkraþjálfara er að greiða þarf aukalega mismun á gjaldskrá sjúkraþjálfunarstofunnar og gjaldskrá SÍ

Með vinsemd og virðingu

Félag sjúkraþjálfara
10. janúar 2020