Entries by Helga

Nýtt greiðsluþátttökukerfi 1. maí 2017

Þann 2. júní 2016 var samþykkt á Alþingi breyting á lögum um sjúkratryggingar og á hún að taka gildi 1. febrúar n.k. Samkvæmt lögunum verður innleitt nýtt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu þar sem heilbrigðisráðherra mun ákvarða hámarksgreiðslur sjúkratryggðra fyrir tiltekna heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisráðherra hefur nú ákveðið að fresta innleiðingu kerfisins til 1. maí n.k. Í því felst […]

Opnunartími um hátíðirnar.

Um leið og við óskum skjólstæðingum okkar og velunnurunum gleðilegrar hátíðar viljum við benda á að stofan verður lokuð frá og með 23 desember, opnum endurnærð 3 janúar. Starfsfólk sjúkraþjálfunarinnar Sporthúsinu.

Stoðkerfiskólinn hefst 23. janúar næstkomandi.

Stoðkerfisskólinn hefst 23. janúar næstkomandi og stendur hann í 12 vikur. Vika 1 – 6 kennt á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl 12:00 – 12:50 Vika 7 – 8 kennt er kennt á mánudögum og föstudögum frá kl 12:00 – 12:50 Vika 9 – 12 þá er kennt á miðvikudögum frá kl 12:00 – 12:25 […]

Fjölgun á stofunni.

Þann 14 nóvember síðastliðinn eignaðist Elsa Sæný og Ottar maðurinn hennar lítinn dreng. Hann var 51,5 cm og 14 merkur. Við óskum Elsu og Ottari innilega til hamingju.

Ekki gefast upp – Helgaðu þig heilbrigðum lífsstíl

Hún Hafrún Kristjánsdóttir hélt fyrirlestur um áhrif hreyfingar á vellíðan en megin áherslan var þó á það hvernig hægt er að helga sig hreyfingu og lágmarka líkurnar á að fólk gefist upp. Kenndar voru áhrifaríkar leiðir til að ná markmiðunum sem fólk setur sér. Hægt er að nálgast glærurnar af fyrirlestrinum hér. aefingasalfraedi-sjukrathjalfun-sporthusid  

Innkeyrsla á bílaplan Sporthússins.

Það er óhætt að segja að Kópavogsbær sé fljótur að bregðast við slysinu sem varð við innkeyrsluna hjá okkur í síðustu viku. Í dag verður byrjað á að setja gangbraut / hraðahindrun þar sem slysið varð og aðra hraðahindrun í Dalsmáran. Þó við gleðjumst ekki yfir fjölgun hraðahindrana, þá er fyrir öllu að dregið sé […]

Fjölgun á stofunni.

23 júlí eignaðist Ásdís sjúkraþjálfari litla stúlku sem nú hefur fengið nafnið Sóldís. Óskum Ásdísi innilega til hamingju með dömuna og nafnið.