Entries by Helga

Greiðsluþátttökukerfi vegna læknisþjónustu, þjálfunar o.fl.

Þann 1. maí tók gildi nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna heilbrigðiþjónustu. Markmiðið með því er að lækka útgjöld þeirra einstaklinga sem þurfa mikið á heilbrigðisþjónustu að halda og hafa greitt háar fjárhæðir fyrir þá þjónustu. Í nýju greiðsluþátttökukerfi mun enginn greiða meira en ákveðna hámarksfjárhæð í hverjum mánuði fyrir heilbrigðisþjónustu. Þessar fjárhæðir eru tilgreindar í nýrri reglugerð […]

Fyrirlestur. Getur geðrækt og líkamsrækt hjálpað til við upptöku næringarefna?

Fyrirlesarinn að þessu sinni er Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur. Elísabet er með B.Sc. og MS í næringarfræði sem og MS frá HÍ 2016. Að auki er hún lærður tanntæknir og næringaþerapisti frá CET í Danmörku. Mastersverkefni hennar fjallaði um heilsueflingu a vinnustöðum og lýðheilsuvandamál tengd lífsstíl einstaklinga. Fyrirlesturinn er um heildræna nálgun næringafræðinnar. Elísabet fjallar um […]

Páskakveðja

Starfsfólk stofunar óskar skjólstæðngum og velunnurum gleðilegra páska. Opnunartími yfir hátíðarnar: 13. apríl Skírdagur – Lokað 14. apríl Föstudagurinn langi – Lokað 17. apríl Annar i páskum – Lokað 20. apríl Sumardagurinn fyrsti – Lokað.

Nýtt greiðsluþátttökukerfi 1. maí nk.

Við nýtt greiðsluþátttökukerfi þann 1. maí nk. breytast reglur um greiðsluþátttöku sjúklinga í sjúkraþjálfun. Samkvæmt drögum að reglugerð er hægt að benda á þessa megin punkta sem hafa áhrif á greiðsluþátttöku í þjálfun. Greiðslur sjúkratryggðs vegna þjálfunar og læknisþjónustu telja saman upp í  afsláttarstofn. Tekið er tillit til þess hvað sjúkratryggður hefur greitt fyrir þjálfun og læknisþjónustu […]

Dagur Sjúkraþjálfunar 2017.

Dagur sjúkraþjálfunar verður haldinn föstudaginn 17. febrúar 2017 á Hótel Nordica. Aðalfyrirlesari dagsins verður James Moore, sem var aðal-sjúkraþjálfari Breta á Ólympíuleikunum í Ríó síðastliðið sumar. Stofan verður því lokuð þennan dag, þjálfararnir okkar mæta ferskir til vinnu mánudaginn 20. febrúar.