Vegna samkomubanns

Kæru skjólstæðingar!

Nú er ljóst að samkomubannið mun standa í það minnsta til 4.maí næstkomandi.  Við minnum á fjarmeðferðarúrræðin sem við erum með í boði.  Sjúkraþjálfarar ykkar geta komið ykkur af stað í það úrræði eða Arnþór Ari verkefnastjóri.  Hafið endilega samband ef þið hafið áhuga með því að senda póst á arnthorari@sporthusid.is eða á netfang ykkar sjúkraþjálfara http://sjukrasport.is/starfsfolk/ Við erum enn að standa neyðarvakt en ítrekum að það á bara við í eftirfarandi tilfellum:

Nú skiptir verulegu máli að hver og einn taki ábyrgð á sinni heilsu, biðlum við til ykkar að huga vel að ykkur og reyna að nýta öll þau ráð sem þið hafið fengið frá ykkar sjúkraþjálfara.  Endilega komið góðri rútínu á daginn ykkar, haldið góðum svefnvenjum, haldið inni æfingum, góðri og reglulegri næringu og tökum dögunum með bros á vör.

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.

Gangi ykkur sem allra best, hlökkum til að taka á móti ykkur að öllu óbreyttu 5.maí næstkomandi

Bestu kveðjur Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu