Opnunartími um hátíðarnar.
/in Fréttir /by HelgaUm leið og við óskum skjólstæðingum okkar og velunnurum gleðilegrar hátíðar viljum við benda á að stofan lokar á hádegi 22. desember. Skert viðvera verður á milli jóla og nýárs en það er alltaf hægt að senda okkur tölvupóst á sjukrathjalfunin@sporthusid.is
Sjáumst hress og kát á nýju ári.
Starfsfólk Sjúkraþjálfunarinnar Sporthúsinu
Við kynnum nýja starfsmenn til leiks.
/in Fréttir /by HelgaVið bjóðum Bjarka Sigmundsson velkomin til starfa.
Bjarki útskrifaðist frá Háskóla Íslands í sjúkraþjálfun 2022.
Helstu áhugasvið eru meðal annars: Íþróttasjúkraþjálfun, öldrunarsjúkraþjálfun, jafnvægisþjálfun, almenn styrktarþjálfun og forvarnir meiðsla.
Bjarki hefur verið sjúkraþjálfari hjá meistaraflokki ÍA í fótbolta karla undanfarið.
Hægt er að skrá sig á biðlistann og við höfum samband og finnum tíma fljótlega fyrir þig.
Við bjóðum Andrés Wolanczyk velkomin til starfa.
Andrés útskrifaðist frá Háskóla Íslands í sjúkraþjálfun 2022.
Helstu áhugasvið eru meðal annars: Íþróttasjúkraþjálfun, öldrunarsjúkraþjálfun, stoðkerfissjúkraþjálfun, almenn styrktarþjálfun, forvarnir meiðsla og afreksþjálfun.
Andrés hefur verið sjúkraþjálfari HK í handbolta karla undanfarið.
Hægt er að skrá sig á biðlistann og við höfum samband og finnum tíma fljótlega fyrir þig.
Við bjóðum Katrínu Hermannsdóttur velkomna til starfa.
Katrín kemur til með að standa seinniparts vaktina í afgreiðslunni.
Skipulagsdagur
/in Fréttir /by HelgaStofan lokar á hádegi í dag föstudaginn 16. september vegna starfsdags.
Opnum aftur hress og kát á mánudaginn kl 8:00
Hægt er að senda tölvupóst á sjukrathjalfunin@helga
Lokað vegna sumarleyfa 28 og 29 júlí.
/in Fréttir /by HelgaStofan verður lokuð fimmtudaginn 28 og 29 júlí. Opnum aftur hress og kát eftir verslunarmannahelgina 2 ágúst.
Símamótið 2022
/in Fréttir /by HelgaSumarleyfi
/in Fréttir /by HelgaNú er júlí mánuður að ganga í garð og tími sumarleyfa starfsmanna að byrja. Heiðdís verður að nudda á fullu í júlí endilega bóka í nudd hjá henni. Tökum við bókunum í síma 564 4067
Heiðdís Huld Segatta nuddari.
/in Fréttir /by HelgaHeiðdís Huld Segatta nuddari verður hjá okkur í sumar. Hægt er að bóka tíma hjá henni í síma 564 4067
Hætt störfum.
/in Fréttir /by HelgaOlga okkar hefur ákveðið að takast á við ný ævintýri og flytjast til Akureyrar.
Við þökkum henni kærlega fyrir samstarfið síðast liðin ár og megi henni farnast sem best i framtíðinni.
Nýlegar fréttir
Heimilisfang
Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu ehf
Dalsmára 9-11
Sími 564-4067
Tölvupóstur sjukrathjalfunin (hjá) sporthusid.is