Entries by Helga

Fyrirlestur: Heilsutengd lífsgæði fyrir einstaklinga í þjálfun og íþróttum

Heilsutengd lífsgæði fyrir einstaklinga í þjálfun og íþróttum. Fyrirlesturinn er um næringu og lífsstíl. Fjallað verður um mikilvægi þess að nærast rétt eða sem best fyrir hvern og einn einstakling miðað við verkefni og markmið hverju sinni. Fyrirlesarinn er að þessu sinni Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur hjá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Hennar sérgrein er næring og heilsutengd lífsgæði. […]

Íslenska sjávarútvegssýningin

Íslenska sjávarútvegssýningin. Verður haldin dagana 13 – 15 september í Smáranum.  Við bendum fólki á að það getur tekið tíma að finna  bílastæði þessa daga.

Skipulagsdagur

Fimmtudaginn 31. ágúst lokar stofan á hádegi vegna skipulagsdags. Opnum kl 8:00 á föstudags morgninum.  

SMS sendingar virkar að nýju.

Okkur til mikilar gleði eru SMS sendingarnar virkar að nýju og berst það degi fyrir bókaðan tíma. Tölvupóstur um tímabókun ásamt  fundarboði berst degi fyrir bókaðan tíma.

Síðasti vinnudagurinn.

Í dag er síðasti vinnudagurinn hennar Sunnu.  Heldur hún á vit ævintýranna hjá háskólanum þar sem lögð verður stund á sálfræði. Við óskum Sunnu velfarnaðar í þeim verkum sem hún tekur sér fyrir hendur.  

Greiðsluþátttökukerfi vegna læknisþjónustu, þjálfunar o.fl.

Þann 1. maí tók gildi nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna heilbrigðiþjónustu. Markmiðið með því er að lækka útgjöld þeirra einstaklinga sem þurfa mikið á heilbrigðisþjónustu að halda og hafa greitt háar fjárhæðir fyrir þá þjónustu. Í nýju greiðsluþátttökukerfi mun enginn greiða meira en ákveðna hámarksfjárhæð í hverjum mánuði fyrir heilbrigðisþjónustu. Þessar fjárhæðir eru tilgreindar í nýrri reglugerð […]