Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu býður nú upp á ráðgjöf um næringu og mikilvægi
hennar varðandi heilsu og við að ná bættum árangri. Það er gífurlega mikilvægt
að huga vel að næringunni til að tryggja það að líkaminn starfi eins og við
viljum að hann geri. Að temja sér hollar og góðar matarvenjur er stór þáttur í að
auðvelda fólki að ganga úr skugga um að líkaminn fá nauðsynleg næringarefni.
Næringarfræðingurinn Freydís Guðný Hjálmarsdóttir er í okkar teymi og sér
um ráðgjöfina. Freydís er með meistaragráðu í næringarfræði frá Háskóla
Íslands og þar á undan útskrifaðist hún með bachelor-gráðu í greininni frá
London Metropolitan University. Freydís hefur áralanga reynslu af að starfa
sem ráðgjafi á þessu sviði. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af fræðslu, allt
frá því þyngdartapi og hvernig megi að hámarka árangur í þróttum með hjálp
mataræðis, yfir í næringu á meðgöngu og í brjóstagjöf. Einnig býr Freydís yfir
einföldum lífslyklum (life hacks) á sviði næringarfræðinnar sem eru gulls ígildi
til að viðhalda góðri heilsu.
Frekari upplýsingar um tímapantanir eru í síma 564 4067 eða á
netfangið okkar sjukrathjalfunin@sporthusid.is
Nýlegar fréttir
Heimilisfang
Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu ehf
Dalsmára 9-11
Sími 564-4067
Tölvupóstur sjukrathjalfunin (hjá) sporthusid.is