Stoðkerfiskólinn hefst 19 september 2016.

Stoðkerfisskólinn hefst 19 september 2016 og stendur hann í 12 vikur.

Vika 1 – 6 kennt á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl 12:00 – 12:50
Vika 7 – 8 kennt er kennt á mánudögum og föstudögum frá kl 12:00 – 12:50
Vika 9 – 12 þá er kennt á miðvikudögum frá kl 12:00 – 12:25

Kennarar stoðkerfisskólans eru Hólmfríður Þorsteinsdóttir og Sigrún Konráðsdóttir sjúkraþjálfarar.

Skráning er hafinn í hægt er að senda tölvupóst á sjukrathjalfunin@sporthusid.is eða hafa samband í síma 564 4067.

Við kynnum til starfa

Fjölgun á stofunni

Þann 23 maí eignaðist María sjúkraþjálfari litla stúlku.

Allt gekk vel og móður og barni heilsast vel.

Við kynnum til starfa

Hún Fanney Andrea sem er búin að vera hjá okkur frá haustmánuðum hefur ákveðið að snúa sér að öðrum störfum.
Í hennar stað hefur verið ráðin Sunna Baldvinsdóttir.

Bjóðum hana velkomna til starfa

Stoðkerfisverkir, hvað er til ráða?

 

Stoðkerfisverkir, hvað er til ráða?  – Fræðsla fyrir almenning á vegum Félags sjúkraþjálfara
Fimmtudagur 19. maí kl 19:30 í húsnæði ÍSÍ við Engjaveg 6, Laugardal.

Fræðsla um málefnið ætluð almenningi (verkjasjúklingum og aðstandendum) verður haldin á vegum Félags sjúkraþjálfara í Reykjavík og á Akureyri.

Fyrirlesarar eru þeir Þorvaldur Skúli Pálsson Ph.D og Steffen Wittrup Christensen MT sjúkraþjálfarar, sem báðir starfa í Danmörku, ásamt Sigríði Zoega, hjúkrunarfræðingi á verkjasviði Landspítalans. Fyrirlestrarnir eru haldnir í tengslum við námskeiðin, sem kennd verða dagana 20. – 22. maí, bæði í Reykjavík og á Akureyri.

Aðgangur er ókeypis.

Tengiliður verkefnisins er Veigur Sveinsson

Varaform. FS

veigur@aflid.is

 

Páskakveðja

Hvatningarverðlaun

Á degi Sjúkraþjálfunar 4 mars síðastliðinn voru veitt Hvatningarverðlaun FS fyrir ötult og gott starf í þágu félagsins.
Verðlaunin fengu Kristín Rós Óladóttir formaður norðurlandsdeildar FS , Sigurður Sölvi Svavarsson stjórnarmaður og  Sigrún “okkar” Konráðsdóttir formaður fræðslunefndar.
Við óskum Sigrúnu innilega til hamingu.

 

Elsa og Sigrún skelltu sér á námskeið um axlarvandamál

Elsa og Sigrún skelltu sér á námskeið um axlarvandamál um helgina hjá Dr Jeremy Lewis sem hélt tveggja daga námskeið um axlarvandamál (the shoulder, Theory & practice).

 

 

Kynnum til starfa