Opnunartími um hátíðirnar.

Um leið og við óskum skjólstæðingum okkar og velunnurunum gleðilegrar hátíðar viljum við benda á að stofan verður lokuð frá og með 23 desember, opnum endurnærð 3 janúar.

Starfsfólk sjúkraþjálfunarinnar Sporthúsinu.

Stoðkerfiskólinn hefst 23. janúar næstkomandi.

Stoðkerfisskólinn hefst 23. janúar næstkomandi og stendur hann í 12 vikur.

Vika 1 – 6 kennt á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl 12:00 – 12:50
Vika 7 – 8 kennt er kennt á mánudögum og föstudögum frá kl 12:00 – 12:50
Vika 9 – 12 þá er kennt á miðvikudögum frá kl 12:00 – 12:25

Kennarar stoðkerfisskólans eru Hólmfríður Þorsteinsdóttir og Sigrún Konráðsdóttir sjúkraþjálfarar.

Skráning er hafinn í hægt er að senda tölvupóst á sjukrathjalfunin@sporthusid.is eða hafa samband í síma 564 4067.

Fjölgun á stofunni.

Þann 14 nóvember síðastliðinn eignaðist Elsa Sæný og Ottar maðurinn hennar lítinn dreng.
Hann var 51,5 cm og 14 merkur.

Við óskum Elsu og Ottari innilega til hamingju.

Ekki gefast upp – Helgaðu þig heilbrigðum lífsstíl

Hún Hafrún Kristjánsdóttir hélt fyrirlestur um áhrif hreyfingar á vellíðan en megin áherslan var þó á það
hvernig hægt er að helga sig hreyfingu og lágmarka líkurnar á að fólk gefist upp.
Kenndar voru áhrifaríkar leiðir til að ná markmiðunum sem fólk setur sér.

Hægt er að nálgast glærurnar af fyrirlestrinum hér. aefingasalfraedi-sjukrathjalfun-sporthusid

 

Innkeyrsla á bílaplan Sporthússins.

Það er óhætt að segja að Kópavogsbær sé fljótur að bregðast við slysinu sem varð við innkeyrsluna hjá okkur í síðustu viku.
Í dag verður byrjað á að setja gangbraut / hraðahindrun þar sem slysið varð og aðra hraðahindrun í Dalsmáran.
Þó við gleðjumst ekki yfir fjölgun hraðahindrana, þá er fyrir öllu að dregið sé úr hraða og öryggi allra vegfarenda sé tryggt, sér í lagi barnanna.
Meðan framkvæmdir standa yfir er innkeyrslan lokuð og viðskiptavinum beint gegnum hliðin við Smáraskóla.

Ökum varlega og höfum athyglina við aksturinn.

Fjölgun á stofunni.

23 júlí eignaðist Ásdís sjúkraþjálfari litla stúlku sem nú hefur fengið nafnið Sóldís.
Óskum Ásdísi innilega til hamingju með dömuna og nafnið.

Heimsókn

Föstudaginn 16.september fengum við 40 flotta sjúkraþjálfaranema í heimsókn. Mjög áhugasamir nemar þar á ferð. Takk fyrir frábæra samveru.

14317403_1404065396273496_8902863540799936514_n-1 14355048_1404065402940162_2172823438627766697_n

Alþjóðlegur dagur Sjúkraþjálfara 8. september

Skipulagsdagur 2 september

Föstudaginn 2 september lokum við kl 12:00 vegna skipulagsdags.  Opnum aftur mánudaginn 5 september kl 7:45