Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar, 8. september.
Sjúkraþjálfarar gegna lykilhlutverki í að aðstoða fólk sem býr við fötlun eða langvarandi heilsubrest í að ná markmiðum sínum, uppfylla möguleika sína og taka fullan þátt í samfélaginu. Þetta eru skilaboð þúsunda sjúkraþjálfara um allan heim á alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar. „Fólk sem leitar til og þarf þjónustu sjúkraþjálfara er allt frá börnum til aldraða, frá fólki með mikla fötlun til afburða íþróttamanna.
Með aðkomu okkar sjúkraþjálfaranna og áherslu okkar á hreyfingu, þjálfun og virkni við höfum tækifæri til að tryggja að fólk nái takmarki sínu, hvert sem það kann að vera” segir Emma Stokes, forseti heimssambands sjúkraþjálfara, WCPT.
Á Íslandi starfa tæplega 600 sjúkraþjálfarar á sjúkra- og endurhæfingarstofnunum, hjúkrunarheimilum, á einkareknum starfsstofum sjúkraþjálfara og hjá íþróttafélögum.