Allt að þriggja mánaða bið getur verið eftir tíma hjá sjúkraþjálfara. Formaður Félags sjúkraþjálfara segir að útlit sé fyrir áframhaldandi skort vegna fjöldatakmarkana í náminu. Ráðnir hafa verið erlendir sjúkraþjálfarar á stofnunum og víðar til að reyna að mæta eftirspurninni.
Frétt af heimasíðu Rúv. Hægt er að lesa fréttina í heild sinni hér.