Fyrirlestur. Getur geðrækt og líkamsrækt hjálpað til við upptöku næringarefna?
Fyrirlesarinn að þessu sinni er Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur. Elísabet er með B.Sc. og MS í næringarfræði sem og MS frá HÍ 2016. Að auki er hún lærður tanntæknir og næringaþerapisti frá CET í Danmörku. Mastersverkefni hennar fjallaði um heilsueflingu a vinnustöðum og lýðheilsuvandamál tengd lífsstíl einstaklinga.
Fyrirlesturinn er um heildræna nálgun næringafræðinnar. Elísabet fjallar um hvernig hún skoðar næringu út frá andlegri og líkamlegri stöðu einstaklinga. Hún ákvarðar þannig réttar og rangar leiðir einstaklingsins til að öðlast heilbrigði. Fjallað verður um hvernig best er að hlusta á eigin líkama og veitt verða góð ráð til að forðast lífsstílssjúkdóma.
Fyrirlesturinn verður í sal 9, þriðjudaginn 25. apríl kl. 20:15 í Sporthúsinu Dalsmára 9–11, 201 Kópavogi. Ókeypis aðgangur