Betri svefn – grunnstoð heilsu
/in Fréttir /by HelgaHvaða áhrif hefur svefn á líkamlega og andlega vellíðan?
Hversu mikið þurfum við að sofa og hver eru áhrif þess að sofa of lítið?
Hvaða áhrif hefur svefn á frammistöðu okkar og árangur?
Í þessum fyrirlestri mun Dr. Erla Björnsdóttir fjalla um mikilvægi svefns fyrir líkamlega og andlega heilsu, dægursveiflu og áhrif hennar á frammistöðu,
fara yfir algeng svefnvandamál og gefa góð ráð sem stuðla að bættum nætursvefni.
Erla Björnsdóttir er klínískur sálfræðingur með doktorspróf í líf- og læknavísindum.
Erla hefur sérhæft sig rannsóknum og meðhöndlun sverfnvandamála og vinnur að rannsóknum á því sviði ásamt samstarfsmönnum í Evrópu og Bandaríkjunum.
Erla hefur haldið fjölda fyrlestra og námskeiða og má þar helst nefna fyrirlestra og fræðslu um svefn og svefnvenjur fyrir fyrirtæki og hópa ásamt því að vera með hópnámskeið við svefnleysi. Erla hefur einnig umsjón með vefnum www.betrisvefn.is þar sem boðið er uppá hugræna atferlismeðferð við svefnleysi í gegnum internetið.
Staðsetning: Salur 9 í Sporthúsinu, Dalsmára 9–11, 201 Kópavogi
Hvenær: Fimmtudagskvöldið 28. febrúar kl. 20:30
Verð: Frítt
Mánudaginn 18 Febrúar
/in Fréttir /by HelgaVerða sjúkraþjálfarar sofunnar á námskeiði og stofan verður því lokuð.
Hannes Axelsson heilsunuddari.
/in Fréttir /by HelgaHannes Axelsson heilsunuddari hóf störf hjá okkur á stofunni í febrúar. Bjóðum hann velkominn.
Hægt er að kynnast Hannesi betur, sögu hans og ástæðu þess að hann gerist heilsunuddari í 4.tbl Vikunar. Frábær fagmaður og drengur í alla staði. Viðtalið við Hannes er einnig hægt að finna í heild sinni á heimasíðu Mannlífs.
Fljúgandi hálka á bílaplaninu.
/in Fréttir /by HelgaViljum benda skjólstæðingum okkar á að mjög hált er á bílaplaninu.
Nýlegar fréttir
Heimilisfang
Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu ehf
Dalsmára 9-11
Sími 564-4067
Tölvupóstur sjukrathjalfunin (hjá) sporthusid.is