Bjóðum velkomna til starfa á nýju ári.

Bjóðum Jófríði velkomna til starfa, hún hefur störf hjá okkur 3. janúar 2019.

Opnunartími um hátíðarnar

Um leið og við óskum skjólstæðingum okkar og velunnurunum gleðilegrar hátíðar viljum við benda á að stofan verður lokuð á milli jóla og nýárs, opnum endurnærð 3 janúar.

Starfsfólk sjúkraþjálfunarinnar Sporthúsinu.

Fæðingarorlof.

Tinna Jökulsdóttir sjúkraþjálfari er komin í fæðingarorlof um óákveðinn tíma.

Jólapeysudagur Sporthússins 2018

Jólapeysudagur Sporthússins er föstudaginn 7. desember.

Starfsmenn Sporthússins dressa sig upp í skemmtilegar jólapeysur og eigir þú leið í húsið, endilega mættu í jólapeysu.

Elvar snýr aftur til vinnu eftir fæðingarorlof.

Elvar snýr aftur til vinnu eftir fæðingarorlof mánudaginn 12. nóvember.   Bjóðum Elvar velkominn til aftur starfa.

 

Við kynnum til starfa

Jóhanna byrjar hjá okkur 1 nóvember.   Bjóðum hana innilega velkomna.

Blessað er barnalánið á stofunni.

Í byrjun september eignaðist María dreng, daman hans Atla mætti í  heiminn í byrjun okt örlítið fyrr en áætlað var og  drengurinn hans Elvars mætti svo í gær.
Börnum og foreldrum heilsast vel.  Óskum  þeim innilega til hamingju.

Skipulagsdagur.

Föstudaginn 31. ágúst lokar stofan á hádegi vegna skipulagsdags.
Opnum mánudaginn 3. september kl. 8:00

Síðasti vinnudagurinn fyrir fæðingarorlof.

Í dag er síðasti vinnudagurinn hennar Maríu fyrir fæðingarorlof.
Við óskum henni alls góðs í fríinu og hlökkum til að fá fréttir af bumbubúanum sem er væntalegur í byrjun september.

Við komum svo til með að tilkynna þegar hún snýr til baka til vinnu að orlofi loknu.

 

Breyttur opnunartími