Nýtt greiðsluþátttökukerfi 1. maí nk.

Við nýtt greiðsluþátttökukerfi þann 1. maí nk. breytast reglur um greiðsluþátttöku sjúklinga í sjúkraþjálfun.

Samkvæmt drögum að reglugerð er hægt að benda á þessa megin punkta sem hafa áhrif á greiðsluþátttöku í þjálfun.
Greiðslur sjúkratryggðs vegna þjálfunar og læknisþjónustu telja saman upp í  afsláttarstofn.

  • Tekið er tillit til þess hvað sjúkratryggður hefur greitt fyrir þjálfun og læknisþjónustu síðustu 5 mánuði fyrir gildistöku kerfis
  • Börn með beiðni greiða ekkert gjald fyrir sjúkraþjálfun.
  • Börn undir tveggja ára aldri og börn m. umönnunarbætur greiða ekkert gjald vegna meðferða án beiðni ( 6 á ári).
  • Almennir greiða 90% af heildartaxta (m.v. almenna meðferð). Hámarksgreiðsla í einum mánuði getur orðið 24.600 kr. Lágmarksgreiðsla í mánuði verður 4.100 kr. Það sem einstaklingur greiðir safnast saman upp í afslátt að frádregnum 4.100 kr. á mánuði (lágmarksgreiðsla mánaðar).
  • Aðrir ( aldraðir, öryrkjar) greiða 60% af heildartaxta (m.v. almenna meðferð). Hámarksgreiðsla í einum mánuði getur orðið 16.400 kr. Lágmarksgreiðsla er 2.733 kr.

Dæmi um hvernig kerfið virkar fyrir einstakling sem þarf á þjónustu sérfræðilæknis og þjálfara að halda:

Jón er með stöðuna almennur. Hann fer í axlaraðgerð í byrjun maí. Verð sjúkratrygginga fyrir axlaraðgerðina  er kr. 140.þús. en Jón greiðir hámarksgreiðslu  fyrir aðgerðina 24.600 kr. Tveimur vikum eftir aðgerð (í maí) fer Jón í sjúkraþjálfun, hann notar 3 þjálfunartíma í maí. Þar sem hann hefur þegar greitt hámarksgjald í maí mánuði, greiðir hann ekkert gjald fyrir sjúkraþjálfunina í maí.

Í júní heldur hann áfram í þjálfun, hann kemur 1x í viku í júní, hann greiðir 4.100 fyrir fyrsta tímann, en ekkert gjald fyrir aðra tíma í júní.

Hann kemur einnig í 4 þjálfunartíma í júlí. Hann greiðir 4.100 kr. fyrir fyrsta tímann í þjálfun en síðan ekkert gjald fyrir næstu 3 tíma, því þeir eru í sama mánuði.

Jón notar síðan ekki frekari þjálfun eða aðra heilbrigðisþjónustu fyrr en í október. Hann kemur í 4 tíma í þjálfun í október. Þar sem hann hefur ekki nýtt neina þjónustu í ágúst eða september, þá þarf hann að greiða 4.100 kr. x 3 = 12.300 kr. áður en hann fær afslátt. Hann greiðir því 6.036 kr. fyrir fyrsta tímann í þjálfun, 6.036 fyrir annan tímann, en eingöngu 228 kr. fyrir þriðja tímann (6.036+6.036+228 = 12.300)  og síðan ekkert gjald fyrir fjórða tímann.

Þegar einu sinn hefur verið greitt upp í hámarksgreiðslu fyrir heilbrigðisþjónustu (24.600 kr.) verða meðalgreiðslur á mánuði ekki hærri en 4.100. Ef þjónusta er ekki notuð í einhverja mánuði lækkar það sem safnað hefur verið í afslátt um 4.100 kr. / 2.733 kr. á mánuði og einstaklingur greiðir upp í hámarksgreiðslu aftur.

 

 

María Jónsdóttir snýr aftur til starfa.

María Jónsdóttir snýr aftur til starfa eftir fæðingarorlof 1. mars næst komandi.

Við bjóðum Maríu velkomna aftur til starfa.

Dagur Sjúkraþjálfunar 2017.

Dagur sjúkraþjálfunar verður haldinn föstudaginn 17. febrúar 2017 á Hótel Nordica.
Aðalfyrirlesari dagsins verður James Moore, sem var aðal-sjúkraþjálfari Breta á Ólympíuleikunum í Ríó síðastliðið sumar.

Stofan verður því lokuð þennan dag, þjálfararnir okkar mæta ferskir til vinnu mánudaginn 20. febrúar.

Stofan fagnar 7. ára afmæli í dag.

Stofan fagnar þeim áfanga að eiga 7. ára afmæli í dag. Hipp, hípp, húrra.

Nýtt greiðsluþátttökukerfi 1. maí 2017

Þann 2. júní 2016 var samþykkt á Alþingi breyting á lögum um sjúkratryggingar og á hún að taka gildi 1. febrúar n.k. Samkvæmt lögunum verður innleitt nýtt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu þar sem heilbrigðisráðherra mun ákvarða hámarksgreiðslur sjúkratryggðra fyrir tiltekna heilbrigðisþjónustu.

Heilbrigðisráðherra hefur nú ákveðið að fresta innleiðingu kerfisins til 1. maí n.k. Í því felst að núverandi fyrirkomulag greiðsluþátttöku vegna heilbrigðisþjónustu helst áfram óbreytt.

Með nýja kerfinu verður sett hámark á greiðslur sjúkratryggðra í hverjum mánuði fyrir tiltekna heilbrigðisþjónustu.  Þar er m.a. átt við þau gjöld sem sjúkratryggðir greiða fyrir heilbrigðisþjónustu sem veitt er á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum og fyrir heilbrigðisþjónustu sem veitt er hjá sjálfstætt starfandi læknum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum og talmeinafræðingum.

Við gildistöku nýja kerfisins verður tekið tillit til greiðslna fyrir framangreinda heilbrigðisþjónustu sem veitt er á tímabilinu 1. desember 2016 til og með 30. apríl 2017.

Velferðarráðuneytið hyggst setja reglugerðir um innleiðingu kerfisins í þessum mánuði og verður nýja greiðsluþátttökukerfið þá kynnt nánar.

Hér er frétt Velferðarráðuneytisins um málið:

https://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nytt-greidsluthatttokukerfi-vegna-heilbrigdisthjonustu-tekur-gildi-1-mai (Opnast í nýjum vafraglugga)

 

 

Við kynnum til starfa.

Ný gjaldskrá frá Sí tekur gildi 1 janúar 2017