Skipulagsdagur

Fimmtudaginn 31. ágúst lokar stofan á hádegi vegna skipulagsdags.
Opnum kl 8:00 á föstudags morgninum.

 

Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur

Elísabet er komin úr sumarfríi og við erum byrjaðar að taka við bókunum. 

Hægt er að bóka tíma með að senda tölvupóst á sjukrathjalfunin@sporthusid.is eða hringja í 564 4067

SMS sendingar virkar að nýju.

Okkur til mikilar gleði eru SMS sendingarnar virkar að nýju og berst það degi fyrir bókaðan tíma.
Tölvupóstur um tímabókun ásamt  fundarboði berst degi fyrir bókaðan tíma.

Síðasti vinnudagurinn.

 

Elsa Sæný Valgeirsdóttir snýr aftur til starfa

Elsa Sæný snýr aftur til starfa eftir færðingarorlof 22 ágúst.

Við bjóðum Elsu velkomna til starfa.

Greiðsluþátttökukerfi vegna læknisþjónustu, þjálfunar o.fl.

Þann 1. maí tók gildi nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna heilbrigðiþjónustu.

Markmiðið með því er að lækka útgjöld þeirra einstaklinga sem þurfa mikið á heilbrigðisþjónustu að halda og hafa greitt háar fjárhæðir fyrir þá þjónustu.

Í nýju greiðsluþátttökukerfi mun enginn greiða meira en ákveðna hámarksfjárhæð í hverjum mánuði fyrir heilbrigðisþjónustu.
Þessar fjárhæðir eru tilgreindar í nýrri reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu.

Á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands www.sjukra.is er hægt að fylgjast með greiðsluþáttöku.  

Elísabet Reynisdóttir B.Sc. og MS í næringarfræði frá HÍ 2016.

Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur er gengin til liðs við okkur. Við erum spennt yfir þessu nýja samstarfi.
Á næstu vikum mun hún máta sig við aðra fagmenn hússins en kemur svo sterk inn í lok sumars.

Bleikt.is var með viðtal við Elísabetu á dögunum sem má lesa hér. 

Ásdís Guðmundsdóttir snýr aftur til starfa.

Ásdís Guðmundsdóttir snýr aftur til starfa eftir færðingarorlof.

Við bjóðum Ásdísi velkomna til starfa.

Fyrirlestur. Getur geðrækt og líkamsrækt hjálpað til við upptöku næringarefna?

Fyrirlesarinn að þessu sinni er Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur. Elísabet er með B.Sc. og MS í næringarfræði sem og MS frá HÍ 2016. Að auki er hún lærður tanntæknir og næringaþerapisti frá CET í Danmörku. Mastersverkefni hennar fjallaði um heilsueflingu a vinnustöðum og lýðheilsuvandamál tengd lífsstíl einstaklinga.

Fyrirlesturinn er um heildræna nálgun næringafræðinnar. Elísabet fjallar um hvernig hún skoðar næringu út frá andlegri og líkamlegri stöðu einstaklinga. Hún ákvarðar þannig réttar og rangar leiðir einstaklingsins til að öðlast heilbrigði. Fjallað verður um hvernig best er að hlusta á eigin líkama og veitt verða góð ráð til að forðast lífsstílssjúkdóma.

Fyrirlesturinn verður í sal 9, þriðjudaginn 25. apríl kl. 20:15 í Sporthúsinu Dalsmára 9–11, 201 Kópavogi.  Ókeypis aðgangur

Páskakveðja

Starfsfólk stofunar óskar skjólstæðngum og velunnurum gleðilegra páska.

Opnunartími yfir hátíðarnar:
13. apríl Skírdagur – Lokað
14. apríl Föstudagurinn langi – Lokað
17. apríl Annar i páskum – Lokað
20. apríl Sumardagurinn fyrsti – Lokað.