Archive for year: 2017
Opnunartími um hátíðarnar.
/in Fréttir /by HelgaJólapeysudagur Sporthúsins 1.desember
/in Fréttir /by HelgaÞað verður jólapeysugleði í Sporthúsinu föstudaginn 1 desember.
Ódauðleiki eða krydd í tilveruna. Grein eftir Elísabetu Reynis næringafræðing
/in Fréttir /by HelgaÓdauðleiki eða krydd í tilveruna
Það væri óskandi að til væru töfratöflur sem gæfu okkur ódauðleika og eilíft líf. Ódauðleiki er kannski ekki raunhæft markmið, frekar gott líf þar sem við erum laus við lífsstílstengda sjúkdóma sem við fáum meðal annars með röngu mataræði.
Eitt af því sem hefur vakið áhuga minn sem næringarfræðings er sterk krydd eins og chillí pipar og þ.m. cayennepipar og þau áhrif sem hann getur haft á heilsu og lífsgæði. Hvað er það sem getur mögulega verið svona ótrúlega hollt og gott, að fullyrðingar um piparinn eru oft lyginni líkastar?
Þetta segja rannsóknir
Í rannsókn sem lýðheilsudeild Harvard birti í fagriti í ágúst 2015 kemur fram að þeir sem borða kryddaðan mat svo gott sem á hverjum degi hafi 14% lægri dánatíðni en fólk sem borðar aðeins kryddaðan mat einu sinni í viku. Rannsóknin náði til um 500.000 einstaklinga í Kína á árunum 2004-2008.1 Það þýðir þó ekki að fólk lifi að eilífu heldur að lífslíkur hjá þessum einstaklingum aukist. Aðalkryddið er ferskur og/eða þurrkaður chilli pipar. Lífvirka efnið í piparnum er capasaicin og talið gott fyrir hjarta- og æðakerfið því það lækkar slæma kólesterólið og þrígleseríðið í blóði.2 Það er talið vera blóðþynnandi og hafa jákvæð áhrif á virkni ónæmiskerfisins, hafa áhrif á verki og á sykursýki af tegund 2. Einnig er það talið hafa góð áhrif á þarmaflóruna.1,3 Að auki hafa komið fram vísbendingar um að capsaicin geti haft áhrif á krabbamein og tíðni þeirra.4
Ávinninngurinn
Næringarfræðisamtök Bandaríkjana (American Nutrition Asssociation eða ANA) mæla með notkun og nefna tegundina cayennepipar. Í grein um piparinn er mælt með að setja cayennepiparinn á topp 10 listann yfir krydd til að eiga heima því það mun bæta virkni hinna níu á listanum.
Tíu ástæður að nota cayennepipar eru eftirfarandi (skv. ANA):
- Styrkir hjartað, jafnvel stoppa hjartaáfall á byrjunarstigi
- Bætir blóðflæðið og hreinsar veggi æðanna og er hjálparefni við endurnýjun rauðra blóðfrumna
- Eflir meltingakerfið
- Kemur jafnvægi á lifrina og gallblöðruna
- Drepur blöðruhálskirtilskrabbameinsfrumur og minnkar æxlismyndun
- Eflir mótefnakerfið og bætir liðverki
- Góð áhrif til að minnka gyllinæð
- Stoppar blæðingu ef sett er á opið sár (topical application)
- Minnkar þríglýseríð í blóði (blóðfitu)
- Sveppaeyðandi og minnkar mittismál6
Notkun – Magn og styrkleiki
Mælt er með að nota ¼ úr tsk. af cayennepipar í vatnsglas (volgt) ásamt ferskum sítrónusafa og að auka upp í teskeið á dag eftir getu á inntöku.6 Einnig er talið að 1 msk af olíu s.s. ólífuolíu eða hörfræolíu sé til bóta þar sem það gæti varið slímhúðina og einnig hjálpað til við upptöku capsaicin. Hægt er að gera þetta í skoti og ráðlagt er að halda sopanum í munninum í nokkrar sekúndur. Kalt vatnsglas á eftir er svo talið setja punktinn yfir i-ið.6
Vörutegundir og framboð af piparnum er mikið og mæla samtökin með að nota lífrænt duft. Piparinn er mældur samkvæmt styrkleika eða hversu sterkur hann bragðast og mælt í Scofield heat Units (SCUs) og er hann venjulega frá 40.000-90.000 SCUs. Ef þessar einingar standa utaná vörunni er mælt með í byrjun að velja veikasta SCUs eða um 40.000 en minni styrkleiki er talinn gera lítið gagn.6
Mælt er með að nota frekar duftið en hylki sem eru seld sem capsaicin. Ástæðan er einföld, því í hálsi og munni eru taugaendar sem virkjast við inntöku piparsins eða duftsins en ekki við inntöku í töfluformi.6
Byrjum varlega
Cayennepipar er svo sannarlega góð viðbót við mataræðið hjá okkur hér á Íslandi og bætir kryddi í tilveruna . Þó ber að hafa í huga að fólk þolir drykkinn misvel. Rannsóknir hafa sýnt að sár í vélinda geta myndast vegna inntöku á of miklu af piparnum.3 Því er ráðlegt að fara hægt af stað og fylgjast vel með viðbrögðum líkamans. Ef einstaklingar eru á lyfjum af einhverjum ástæðum þarf alltaf að skoða hvort að aukið magn af t.d. kryddi geti haft áhrif á upptöku lyfjanna og þar með haft slæm áhrif á lyfjavirknina. Cayennepipar tilheyrir náttskuggaætt en sumir þola illa fæðutegundir af þeirri ætt. Mikilvægasti lærdómurinn er því að hlusta vel á sinn líkama.
Þríhyrningurinn verður samt að virka rétt það er að næring, hreyfing og geðrækt haldist í hendur með dass af pipar.
Heimildarlisti:
1. Lv J., Qi L.,Yu C., Yang L., Guo Y., Chen Y., Bian Z., Sun D., Du J., Ge P., Tang Z., Hou W., Li Y., Chen J., Chen Z. Og Li L. Consumption of spicy foods and total and cause specific mortality: population based cohort study. 2015. (Sótt í okt. 2017) Aðgengilegt á: http://www.bmj.com/content/351/bmj.h3942.
2. Qin Y., Ran L., Wang J., YuL., Lang HD., Wang XL., Mi MT and Zhu JD., Capsaicin Supplementation Improved Risk Factors of Coronary Heart Disease in Individuals With Low HDL – C levels. Journal Nutrients. 2017, 9, p. 1-13.
3. Jolayemi Adebayo TE. and Ojewole John AO. Effects of capsaicin on coagulation: Will this be the new blood thinner.Clinical Medicine Research. 2014; 3(5): p. 145-149.
4. Clark R., Ho Lee S. Anticancer Properties of Capasaicin Against Human Cancer. Anticancer Research. Department of Nutrition and Food science, University of Maryland. 2017. 36: p. 837-844.
5. Chopan M., Littenber B., The Association of Hot Red Chili Pepper Consumption and Mortality: A large Population- Based Cohort Study. PLOS ONE, 2017 12(1).
6. Fassa P., American Nutriton Association (ANA). 38 (2). (sótt í okt. 2017) Aðgengilegt á: http://americannutritionassociation.org/newsletter/cayenne.
Uppbókað er á námskeiðið minnkum líkur á álagsmeiðslum
/in Fréttir /by HelgaVið stefnum á halda annað námskeið eftir áramót en það verður auglýst síðar.
Fyrirlestur: Heilsutengd lífsgæði fyrir einstaklinga í þjálfun og íþróttum
/in Fréttir /by HelgaHeilsutengd lífsgæði fyrir einstaklinga í þjálfun og íþróttum. Fyrirlesturinn er um næringu og lífsstíl. Fjallað verður um mikilvægi þess að nærast rétt eða sem best fyrir hvern og einn einstakling miðað við verkefni og markmið hverju sinni.
Fyrirlesarinn er að þessu sinni Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur hjá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Hennar sérgrein er næring og heilsutengd lífsgæði. Hún hefur sérhæft sig í að tengja andlegri, félagslegri og líkamlegri vellíðan við góða næringu. Hún mun svara nokkrum spurningum í fyrirlestri sínum:
- Hvað er það sem skiptir máli og hefur áhrif á andlegt og líkamlegt heilbrigði okkar?
- Skiptir næring í þjálfun máli?
- Getur næring aukið árangur í þjálfun? Þá hvernig næring?
Líflegur, fræðandi og skemmtilegur fyrirlestur sem er fyrir alla!
Staðsetning: Salur 9 í Sporthúsinu, Dalsmára 9–11, 201 Kópavogi
Hvenær: Þriðjudagskvöldið 24. október kl. 21.00
Verð: Frítt
Við kynnum til starfa.
/in Fréttir /by HelgaÍslenska sjávarútvegssýningin
/in Fréttir /by HelgaÍslenska sjávarútvegssýningin.
Verður haldin dagana 13 – 15 september í Smáranum. Við bendum fólki á að það getur tekið tíma að finna bílastæði þessa daga.
Nýlegar fréttir
Heimilisfang
Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu ehf
Dalsmára 9-11
Sími 564-4067
Tölvupóstur sjukrathjalfunin (hjá) sporthusid.is