– Undirstöðuatriði í líkamsvitund og réttri líkamsbeitingu

Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu verður með þriggja vikna námskeið fyrir börn á aldrinum 13 – 18 ára.
Námskeiðin verða kennd tvisvar í viku á tímabilinu 6. – 22. Janúar 2020.

Markmið námskeiðisins er að kenna ungum íþróttaiðkendum undirstöðuatriði í styrktarþjálfun.
Áhersla er lögð á rétta líkamsbeitingu og líkamsvitund til að draga úr líkum á íþróttameiðslum.
Á námskeiðinu verður einnig stiklað á stóru um hversu mikilvæg tengsl næringar og heilsu er fyrir
íþróttafólk sem og hversu mikilvægt það er að setja sér markmið. Umfang námskeiðisins stuðlar allt
að því að iðkendur taki næsta skref í að hámarka árangur í íþrótt sinni.

Staðsetning: Salur 9 í Sporthúsinu, Dalsmára 9-11, 201 Kópavogi

Tímasetning: mánudaga og miðvikudaga kl. 15:15 – 16:00

Lengd: 3 vikur, 6 – 22.janúar 2020

Verð: 11.990 kr.

Þjálfarar: Jóhanna Björk Gylfadóttir og Olga Unnarsdóttir sjúkraþjálfarar

Skráning fer fram í gegnum heimasíðuna okkar sjukrasport.is, frekari upplýsingar eru í síma 564-4067 eða á netfangið sjukrathjalfunin@sporthusid.is

Skráning á námskeiðið

Viltu ná hámarks árangri?

5 + 3 = ?