Vegna ófyrirsjáanlega aðstæðna þurfum við að fresta námskeiðinu um viku, það byrjar því þriðjudaginn 30. janúar. 
Sjá nánar hér fyrir neðan.

„Lífið í lag“ er námskeið um heilsutengd lífsgæði. Námskeiðið er ætlað fólki sem er að fara af stað
í hreyfingu eftir langt hlé, eftir slys, veikindi eða annars konar áföll. Fólki er kennt að koma reglu á
næringu og skynsama hreyfingu. Sjúkraþjálfarar námskeiðsins leggja áherslu á að fræða fólk um rétta
líkamsbeitingu og eru með einstaklingsmiðaða þjálfun til að minnka líkur á stoðkerfisvandamálum. Lögð
er áhersla á fjölbreytni í hreyfingu. Námskeiðið fer fram í leikfimisal, tækjasal og úti þegar veður leyfir.
Næringarfræðingur leggur áherslu á að auka lífsgæði og hámarka árangur með einstaklingsmiðuðum
ráðleggingum.
Markmið námskeiðsins er að kenna fólki að ná tökum á skynsamlegri hreyfingu og
næringu til að auka lífsgæði í leik og starfi.
Námskeiðið byrjar 30. janúar næstkomandi og er kennt tvisvar í viku.

Innifalið í námskeiði:
– Viðtal við næringarfræðing og heilsufarsmælingar (blóðsykur, blóðfita og blóðþrýstingur) fyrir og eftir
– Markmiðasetning
– Tveir tímar í viku undir handleiðslu sjúkraþjálfara í 6 vikur
– Aðgangur að tækjasal Sporthússins og opnum tímum
– Gott samstarf við íþróttafræðing Sporthússins Gull
– Fræðsla frá sjúkraþjálfara og næringarfræðing
– Áhugaverðir fyrirlestrar frá öðru fagfólki
– verð 28.000 kr

Tími: þriðjudaga og fimmtudaga kl. 11:10-12:00
Lengd: námskeiðið er í 6 vikur
Staðsetning: Salur 9, Sporthúsinu 9–11, 201 Kópavogi
Kennarar: Elsa Sæný Valgeirsdóttir, María Jónsdóttir og Ágústa Sigurjónsdóttir sjúkraþjálfarar og
Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur

Skráning á námskeiðið

Lífið í lag

1 + 7 = ?