Stundar þú íþróttir, líkamsrækt eða aðra hreyfingu en ert oft að lenda í meiðslum?
Langar þig að læra á eigin líkama undir handleiðslu sjúkraþjálfara?
Komdu í Kinstretch!
Hvað er Kinstretch?
Kinstretch er form hópþjálfunar með það að markmiði að auka styrk, stjórn og liðleika liða í líkamanum sem er grunnurinn að góðri heilsu liðamóta.
Kinstretch er ekki hugsað til að koma í stað þeirrar íþróttar/hreyfingar sem þú stundar nú þegar heldur frekar til að gefa þér verkfærin sem þú þarft til að búa til líkama og liði sem uppfylla þær kröfur sem þín íþrótt eða hreyfing gerir. Með öðrum orðum nokkurskonar „fæðubót“ fyrir íþróttina, hreyfinguna eða áhugamálin sem þú stundar.
Á námskeiðinu munt þú, undir handleiðslu sjúkraþjálfara, læra hugmyndafræði sem gerir þér kleift að skilja líkama þinn og hvernig hann virkar. Þú munt læra að skilja orsakir meiðsla, hvernig hægt sé að fyrirbyggja þau og hvernig þú getur búið til heilbrigðan líkama sem er tilbúinn fyrir þá hreyfingu sem þú vilt stunda.
Hvort sem þú átt erfitt með að fara í botninn í hnébeygju og veltir fyrir þér af hverju, ert ofur liðugur og þarft styrk og stjórn á liðferlunum sem þú hefur eða einfaldlega vilt læra að búa til heilbrigðari liði og læra á eigin líkama þá er þetta námskeið fyrir þig.
Skráningarformið er hér á síðunni fyrir neðan. Frekari upplýsingar eru í síma 564-4067 eða á netfangið elvar.sporthusid.is
Kennari: Elvar Leonardsson, sjúkraþjálfari
Staðsetning: Sporthúsinu, Kópavogi, salur 8
Hvenær: Fimmtudagar
Klukkan: 17:30 – 18:30
Verð: 9.000.kr mánuðurinn.
Takmörkuð pláss í boði í tímana.