Kynningarkvöld 28.nóvember í hátíðarsal Breiðabliks á 2.hæð í Smáranum.

Þann 28. nóvember kl. 19:30 mun Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu halda kynningarkvöld fyrir iðkendur Breiðabliks á aldrinum 13–18 ára
ásamt foreldrum þeirra.

Freydís næringarfræðingur okkar mun fræða fólk um hvernig hægt er að nota gott mataræði til að hámarka árangur og flýta fyrir
endurheimt eftir mikið álag.

Kynnt verður námskeið sem verður næstkomandi janúar. Stofan hefur haldið utan um sjúkraþjálfun meistaraflokka Breiðbliks seinustu ár og ætlar núna að bjóða uppá námskeið fyrir yngri iðkendur þar sem áhersla verður lögð á rétta líkamsbeitingu og líkamsvitund til að draga úr líkum á íþróttameiðslum.

Hlökkum til að sjá sem flesta!