Símamótið 2020

Símamótið verður haldið á félagssvæði Breiðabliks í Kópavogi dagana 09.-12. júlí.
Bendum sjólstæðingum okkar á að það geti tekið lengri tíma að finna bílastæði heldur en venjulega.

Opið fyrir tímapantanir.

Eins og sagði í frétt frá 19. apríl opnum við stofuna aftur 4 maí.
Eygló og Helga verða við símann frá kl. 10:00 – 13:00 að taka við tímapöntunum þessa vikuna. Einnig er hægt að senda fyrirspurn um tíma hér í gegnum heimasíðuna.

Símatími mán – fim 10:00 – 13:00
Sími 564 4067
Netfang sjukrathjalfunin@sporthusid.is

Hlökkum til að heyra frá ykkur.

Við opnun stofunnar 4.maí næstkomandi.

Kæru skjólstæðingar! Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að gert er ráð fyrir opnun stofunnar 4.maí næstkomandi. Við munum taka upp sömu starfshætti og dagana fyrir lokun. Gætt verður að góðu hreinlæti eins og áður, sprittbrúsar verða við innganginn og sjúkraþjálfarar vinna með hanska og grímur. Við munum gæta að því að hægt verði að sitja með 2 m millibili, setstofa verður fyrir framan stofuna sem og inni á stofunni. Til að dreifa álagi og umgangi mun helmingur sjúkraþjálfaranna vinna á heila og hálfa tímanum, hinn helmingurinn á korterinu yfir og í. Við hvetjum ykkur að hafa samband við ykkar sjúkraþjálfara núna næstu daga því þeir munu forgangsraða inn fyrstu tvær vikurnar. Mánudaginn 27.apríl munum við svo opna fyrir tímapantanir í síma 5644067 frá 10.00-13.00 alla virka daga fram að opnun.

Hlökkum til að sjá ykkur Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu.

Rík­is­stjórn­in kynn­ir aflétt­ingu hafta.

Á fundinum kemur væntalega í ljós hvernig við eigum að standa að opnun.
Við komum til með að upplýsa skjólstæðinga okkar hér á facebook og sendum einnig tölvupósta á þá sem voru í virkri meðferð hjá okkur fyrir lokun.


Vegna samkomubanns

Kæru skjólstæðingar!

Nú er ljóst að samkomubannið mun standa í það minnsta til 4.maí næstkomandi.  Við minnum á fjarmeðferðarúrræðin sem við erum með í boði.  Sjúkraþjálfarar ykkar geta komið ykkur af stað í það úrræði eða Arnþór Ari verkefnastjóri.  Hafið endilega samband ef þið hafið áhuga með því að senda póst á arnthorari@sporthusid.is eða á netfang ykkar sjúkraþjálfara http://sjukrasport.is/starfsfolk/ Við erum enn að standa neyðarvakt en ítrekum að það á bara við í eftirfarandi tilfellum:

Nú skiptir verulegu máli að hver og einn taki ábyrgð á sinni heilsu, biðlum við til ykkar að huga vel að ykkur og reyna að nýta öll þau ráð sem þið hafið fengið frá ykkar sjúkraþjálfara.  Endilega komið góðri rútínu á daginn ykkar, haldið góðum svefnvenjum, haldið inni æfingum, góðri og reglulegri næringu og tökum dögunum með bros á vör.

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.

Gangi ykkur sem allra best, hlökkum til að taka á móti ykkur að öllu óbreyttu 5.maí næstkomandi

Bestu kveðjur Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu

Vegna útbreiðslu Covid-19.

Jófríður sjúkraþjálfari snýr til baka eftir fæðingarorlof.

Jófríður sjúkraþjálfari kemur til vinnu 1. apríl eftir fæðingarorlof.

Hægt er að panta tíma í síma 564 4067

Við bjóðum Jófríði velkomna aftur til starfa.

Í ljósi aðstæðna hefur verið tekið upp nýtt verklag á stofunni.

Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu hefur öryggi, heilsu og hagsmuni viðskiptavina í forgangi. Í ljósi aðstæðna hefur verið tekið upp nýtt verklag í samræmi við leiðbeinandi tilmæli heilbrigðisyfirvalda. Við tryggjum þannig áframhaldandi þjónustu við bestu mögulegu aðstæður. Eftirfarandi atriði hér að neðan eiga við um hverja meðferð til að tryggja hreinlæti og koma í veg fyrir smit. Athygli er vakin á því að Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu mun aðlaga aðgerðir sínar eftir því sem aðstæður breytast og þörf krefur.

  • Farið er fram á að viðskiptavinir noti handspritt áður en innritun fer fram í gegnum snertiskjá.
  • Skartgripir í meðhöndlun eru óheimilir.
  • Sjúkraþjálfarar nota hlífðargrímu og einnota hanska.
  • Allur búnaður sótthreinsaður og varinn fyrir smiti fyrir og eftir meðferð.
    • Sjúkrabekkir eru varðir með einnota pappírsörk.
    • Koddar varðir sérstaklega.
    • Lök reglulegra viðskiptavina eru sérstaklega varin.
    • Normatec tæki og togbekkur falla hér einnig undir.
  • Sjúkraþjálfarar þvo hendur með viðeigandi hætti fyrir og eftir meðferð.
  • Sjúkraþjálfarar takmarka ferðalög erlendis á meðan óvissuástand ríkir.
  • Sjúkraþjálfarar takmarka samgang sín á milli.

Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu ítrekar nauðsyn þess að viðskiptvinir séu heiðarlegir um eigið heilsufar. Í því felst að viðskiptavinir nýti ekki þjónustu stofunnar leiki grunur á einkennalausu smiti, viðkomandi finni fyrir flensulíkum einkennum og/eða viðkomandi sætir sóttkví.

Hugum að eigin heilbrigði.

Fyrirhuguðum fyrirlestri frestað.

Betri svefn – grunnstoð heilsu.

Fyrirhuguðum fyrirlestri með Dr. Erlu Björnsdóttur sem átti að vera annað kvöld 10. mars hefur verið frestað um óákveðin tíma.