Bilun í skránigarforminu fyrir biðlistann
en deyjum ekki ráðalaus og hér er bráðabirða skráningarform. > Skráning á biðlista
en deyjum ekki ráðalaus og hér er bráðabirða skráningarform. > Skráning á biðlista
Við bjóðum Valgeir Viðarsson velkominn til starfa en Valgeir útskrifaðist sem sjúkraþjálfrari frá Háskóla Íslands vorið 2009. Árið 2014 lauk Valgeir meistaranámi í Stoðkerfis- og Íþróttasjúkraþjálfun frá University of South Australia. Valgeir er með sérfræðileyfi í Íþróttasjúkraþjálfun frá Landlæknis embættinu.
Valgeir er uppalinn Kópavogsbúi og lék með yngri flokkum Breiðabliks í handbolta og fótbolta. Hann hefur mikinn áhuga á öllu sem viðkemur íþróttum og hefur verið í kringum íþróttirnar í gegnum starf sitt sem sjúkraþjálfari hjá liðum í efstu deildum handbolta og fótbolta. Valgeir er giftur og á þrjú börn á aldrinum 8-12 ára sem æfa fótbolta og körfubolta. Hann sést því oft á íþróttasvæðum Breiðabliks og HK.
Um leið og við óskum skjólstæðingum okkar og velunnurum gleðilegrar hátíðar viljum við benda á að stofan lokar á hádegi 20. desember og opnar 2 jan kl 08:00
Skert viðvera verður á milli jóla og nýárs en það er alltaf hægt að senda okkur tölvupóst á sjukrathjalfunin@sjukrasport.is
Sjáumst hress og kát á nýju ári.
Starfsfólk Sjúkraþjálfunarinnar Sporthúsinu
Við bjóðum Önnu Hlín Sverrisdóttur velkomna til starfa en Anna útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands vorið 2015.
Anna hef brennandi áhuga á öllu sem tengist heilsu og hreyfingu. Er hlaupari í hlaupahóp HK og finnst fátt skemmtilegra en utanvegahlaup með góðum félögum. Er stofnandi StrongRunIceland sem sérhæfir sig í styrktarþjálfun fyrir hlaupara. Fjölskyldan er þó alltaf í fyrsta sæti og ég eyði frítíma oftar en ekki á góðum róluvelli í hverfinu.
Hægt er að panta tíma hjá Önnu Hlín í síma 5644067, í gegnum heimasíðuna okkar sjukrasport.is eða með tölvupósti á netfangið okkar sjukrasport@sjukrasport.is”
Um leið og við óskum skjólstæðingum okkar og velunnurum gleðilegrar hátíðar viljum við benda á að stofan lokar á hádegi 22. desember og opnar 2 jan kl 08:00
Skert viðvera verður á milli jóla og nýárs en það er alltaf hægt að senda okkur tölvupóst á sjukrathjalfunin@sporthusid.is
Sjáumst hress og kát á nýju ári.
Starfsfólk Sjúkraþjálfunarinnar Sporthúsinu
Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu ehf
Dalsmára 9-11
Sími 564-4067
Tölvupóstur sjukrathjalfunin (hjá) sporthusid.is