Við bjóðum Valgeir Viðarsson velkomin til starfa.

Við bjóðum Valgeir Viðarsson velkominn til starfa en Valgeir útskrifaðist sem sjúkraþjálfrari frá Háskóla Íslands vorið 2009.  Árið 2014 lauk Valgeir meistaranámi í Stoðkerfis- og Íþróttasjúkraþjálfun frá University of South Australia.  Valgeir er með sérfræðileyfi í Íþróttasjúkraþjálfun frá Landlæknis embættinu.

Valgeir er uppalinn Kópavogsbúi og lék með yngri flokkum Breiðabliks í handbolta og fótbolta.  Hann hefur mikinn áhuga á öllu sem viðkemur íþróttum og hefur verið í kringum íþróttirnar í gegnum starf sitt sem sjúkraþjálfari hjá liðum í efstu deildum handbolta og fótbolta.    Valgeir er  giftur og á þrjú börn á aldrinum 8-12 ára sem æfa fótbolta og  körfubolta.  Hann sést því oft á íþróttasvæðum Breiðabliks og HK.

Hafa látið af störfum

Ágústa Sigurjónsdóttir og Jófríður Halldórsdóttir hafa látið af störfum.
Við þökkum þeim fyrir samstarfið í gegnum árin og óskum þeim velfarnaðar á nýju stofunni sinni.

Opnunartími um hátíðarnar.

Um leið og við óskum skjólstæðingum okkar og velunnurum gleðilegrar hátíðar viljum við benda á að stofan lokar á hádegi 20. desember og opnar 2 jan kl 08:00

Skert viðvera verður á milli jóla og nýárs en það er alltaf hægt að senda okkur tölvupóst á sjukrathjalfunin@sjukrasport.is   

Sjáumst hress og kát á nýju ári. 
Starfsfólk Sjúkraþjálfunarinnar Sporthúsinu

Íslenska sjávarútvegssýningin

Íslenska sjávarútvegssýningin verður haldin í Smáranum 18.-20. september 2024 
Vinsamlegast athugið að það getur tekið tíma að finna bílastæði

Skipulagsdagur 30 ágúst.

Hinn árlegi skipulagsdagur verður hjá okkur 30 ágúst. Stofan verður því lokuð þann dag.

Við bjóðum Önnu Hlín Sverrisdóttur velkomna til starfa.

Við bjóðum Önnu Hlín Sverrisdóttur velkomna til starfa en Anna útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands vorið 2015.

Anna hef brennandi áhuga á öllu sem tengist heilsu og hreyfingu. Er hlaupari í hlaupahóp HK og finnst fátt skemmtilegra en utanvegahlaup með góðum félögum. Er stofnandi StrongRunIceland sem sérhæfir sig í styrktarþjálfun fyrir hlaupara. Fjölskyldan er þó alltaf í fyrsta sæti og ég eyði frítíma oftar en ekki á góðum róluvelli í hverfinu. 

Hægt er að panta tíma hjá Önnu Hlín í síma 5644067, í gegnum heimasíðuna okkar sjukrasport.is eða með tölvupósti á netfangið okkar sjukrasport@sjukrasport.is

Eygló Margrét hætt störfum.

Opnunartími um hátíðarnar.

Um leið og við óskum skjólstæðingum okkar og velunnurum gleðilegrar hátíðar viljum við benda á að stofan lokar á hádegi 22. desember og opnar 2 jan kl 08:00

Skert viðvera verður á milli jóla og nýárs en það er alltaf hægt að senda okkur tölvupóst á sjukrathjalfunin@sporthusid.is   

Sjáumst hress og kát á nýju ári. 
Starfsfólk Sjúkraþjálfunarinnar Sporthúsinu

Tökum langa verslunarmannahelgi.