Frestað ! Hvert er besta mataræðið fyrir manninn?
Freydís fyrirlesari kvöldsins er lögst í flensu og fellur fyrirlesturinn því niður. Við komum til með að auglýsa dagsetningu síðar.
Á fyrirlestrinum er fjallað um grænmetisfæði og „vegan“ fæði annars vegar svo mataræði sem inniheldur dýraafurðir hins vegar. Mismunandi mataræði verður
kannað með heilsu mannsins að leiðarljósi, bæði út frá lýðheilsu- og klínískum sjónarmiðum. Markmið fyrirlestrarins er að áheyrendur öðlist innsýn inn í hver rótin sé í hverri tegund mataræðis og hvaða áhrif það getur haft á lýðheilsu ráðleggingar um mataræði og næringu. Eftirfarandi spurningum verður varpað fram: Hvert er besta mataræðið fyrir
manninn? Hvert er besta mataræðið fyrir einstaklinginn?
Fyrirlesarinn er næringarfræðingurinn Freydís Guðný Hjálmarsdóttir. Freydís er með meistaragráðu í næringarfræði frá Háskóla Íslands og þar á undan
útskrifaðist hún með bachelor-gráðu í greininni frá London Metropolitan University. Freydís hefur mikla reynslu á að starfa sem ráðgjafi á þessu sviði.
Staðsetning: Salur 9 í Sporthúsinu, Dalsmára 9–11, 201 Kópavogi
Hvenær: Þriðjudagskvöldið 4. febrúar kl. 19:45
Verð: Frítt