Innkeyrsla á bílaplan Sporthússins.

Það er óhætt að segja að Kópavogsbær sé fljótur að bregðast við slysinu sem varð við innkeyrsluna hjá okkur í síðustu viku.
Í dag verður byrjað á að setja gangbraut / hraðahindrun þar sem slysið varð og aðra hraðahindrun í Dalsmáran.
Þó við gleðjumst ekki yfir fjölgun hraðahindrana, þá er fyrir öllu að dregið sé úr hraða og öryggi allra vegfarenda sé tryggt, sér í lagi barnanna.
Meðan framkvæmdir standa yfir er innkeyrslan lokuð og viðskiptavinum beint gegnum hliðin við Smáraskóla.

Ökum varlega og höfum athyglina við aksturinn.

Fjölgun á stofunni.

23 júlí eignaðist Ásdís sjúkraþjálfari litla stúlku sem nú hefur fengið nafnið Sóldís.
Óskum Ásdísi innilega til hamingju með dömuna og nafnið.

Heimsókn

Föstudaginn 16.september fengum við 40 flotta sjúkraþjálfaranema í heimsókn. Mjög áhugasamir nemar þar á ferð. Takk fyrir frábæra samveru.

14317403_1404065396273496_8902863540799936514_n-1 14355048_1404065402940162_2172823438627766697_n

Alþjóðlegur dagur Sjúkraþjálfara 8. september